19.11.2009 | 14:48
úps, framlenging á ofurlaunum
Blessuð skilanefndin mun halda áfram að eiga fyrir saltinu í grautinn sinn. Nú er búið að framlengja greiðslustöðvun bankans um enn aðra heila 9 mánuði. Hver getur skilið þetta???Á meðan sölsa eignarhaldsfélög bankanna undir sig leigumarkaðinn líka fyrir utan allt annað sem bankarnir eru að ryksuga. Hvernig er þetta hægt, undirboð á leiguhúsnæði sem búið er að taka upp í skuldir sem búið er að afskrifa. Asskoti væri líka gaman að fá uppgefinn launakostnað skilanefndanna og hvort þetta hafi ekki verið grín að þær muni starfa í einhverju skjóli næstu árin. Er ekki hægt að smella inn eins og einni eða tveimur myndavélum svo almúginn geti nú fylgst með störfum nefndarmanna og séð hvað þeir bralla þarna um ókomin ár. Spennandi raunveruleikasjónvarp það.
Greiðslustöðvun framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Lonely Soldiersson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.